ok

Morgunvaktin

Þörf á fleiri tannlæknum, neyðarfundur í París og geðrækt

Ellen Flosadóttir, forseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, var fyrsti gestur þáttarins. Tilefnið er að 80 ár eru frá því farið var að kenna tannlækningar hér á landi. Þörf er á fleiri tannlæknum hér á landi, auk þess sem deildin vill fara að mennta tannfræðinga, sem gætu létt álagi á tannlæknum.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði frá tíðindamiklum dögum í Evrópu. Leiðtogafundur Evrópuleiðtoga verður haldinn í París í dag eftir að boðað var til hans í skyndi um helgina, á öðrum fundi - öryggisráðstefnunni í Munchen.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt um geðrækt. Um helgina hófst sala á Lausu skrúfunni, en það er Grófin geðrækt á Akureyri sem er í vitundar- og fjáröflunarátaki. Ætlunin er að vekja fólk til vitundar um að það sé jafn mikilvægt að huga að geðheilsu og líkamlegri heilsu. Pálína Sigrún Halldórsdóttir og Sonja Rún Sigríðardóttir sögðu okkur frá.

Tónlist:

Elly Vilhjálms - Það er svo ótalmargt.

Louis Armstrong og Ella Fitzgerald - Dream a little dream of me.

Adèle Viret Quartet - Les cloches.

Svavar Knútur Kristinsson - Lærum að fljúga.

Frumflutt

17. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,