Morgunvaktin

Sveitarstjórnarmál, ný sýning um Vigdísi og ferðamál

Heiða Björg Hilmisdóttir og Íris Róbertsdóttir voru gestir Morgunvaktinnar í dag. Þær sátu í allan gærdag Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og halda áfram fundarsetum í dag því þá munu sveitarfélög á köldum svæðum á landinu funda um orkumálin. Þó hart hafi verið tekist á um kjarasamningsmál í gær var líka rætt um hamfarir og viðbrögð sveitarfélaganna við þeim. Við ræddum málefni sveitarfélaganna upp úr klukkan hálf átta.

Ferðamálin voru líka til umræðu í þætti dagsins. Hugmyndir um selja flugstöðina í Keflavík koma reglulega upp, eins og Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, ræddi. Hann fór líka yfir breytingar í bókunum á gististöðum og um breytingar á ferðaþjónustu í Kína.

Gamla loftskeytastöðin við Suðurgötu í Reykjavík hefur fengið nýtt hlutverk, því síðar í dag opnar þar sýning um ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri og sýningarhönnuður, kemur til okkar í síðasta hluta þáttarins og segir okkur frá.

Tónlist:

Cooke, Sam - Bring it on home to me.

Cooke, Sam - Forever.

Merrill, Helen, Clark, Jean-Francois Jenny, Humair, Daniel, Kuhn, Joachim, Getz, Stan - Yesterdays.

Dickow, Tina - Lykken er....

Frumflutt

15. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,