Morgunvaktin

07.03.2024

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann venju upp úr klukkan hálf átta. Á dögunum var póstsending frá Færeyjum opnuð. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess pakkinn var 214 ára gamall -- meira af því á eftir. Bogi ræddi líka um kosningarnar um helgina í Portúgal og um framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Töluvert er rætt um kynþáttafordóma á Íslandi þessa dagana. Á föstudag hefst Hugvísindaþing í Háskóla Íslands, og meðal þess sem þar verður rætt um eru sögulegar rætur kynþáttahyggju. Kristín Loftsdóttir mannfræðingur er ein þeirra sem hafa rannsakað þessi mál og hún var gestur okkar eftir morgunfréttirnar klukkan átta.

Undanfarin ár hafa boðið upp á margar áskoranir fyrir Reykjanesið og ferðaþjónustan hefur fundið fyrir því. Eyþór Sæmundsson verkefnastjóri miðlunar og markaðssetningar hjá Markaðsstofu Reykjaness kom á Morgunvaktina og ræddi um Reykjanesið sem áfangastað fyrir ferðamenn.

Ongi orð - Døgg Nónsgjógv.

Andakt - Haraldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason, Ásgeir Óskarsson.

Farin - Jónas Gaard og Sigríð.

Frumflutt

7. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,