Fangelsaðir blaðamenn, eldri borgarar í safnastörfum og skýrslur sáttanefnda gerðar opinberar
Heimsglugginn var á sínum stað, Bogi Ágústsson ræddi meðal annars um upphafið að máli Julians Assange, sem nú er laus úr haldi eftir 12 ár, og um mál bandaríska blaðamannsins Evan Gershkovich, sem hefur verið í haldi stjórnvalda í Rússlandi síðustu 15 mánuði. Réttarhöld yfir honum hófust í gær, en sagt er að hann hafi verið handtekinn í þeim tilgangi að gera fangaskipti og fá rússneskan leyniþjónustumann úr haldi.
Á stríðsárasafninu á Reyðarfirði er sá háttur hafður á að félagar í Félagi eldri borgara manna og sjá um safnið fyrir sveitarfélagið, og fá í skiptum styrk til félagsins. Svona er þetta víðar um Fjarðabyggð. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri ræddi þetta og við spjölluðum líka aðeins um menninguna, lífið og tilveruna.
Svo er það sagan. Fólk á misgott með að lifa í sátt og samlyndi. Það er gömul saga og ný. Frá því rétt fyrir aldamótin 1800 og fram á tuttugustu öldina störfuðu hér - eins og annars staðar í ríki Danakonungs - sáttanefndir, sem leystu úr ágreiningsefnum fólks, bæði stórum og smáum. Þær jöfnuðu ágreining hjóna og felldu úrskurði um skuldir, svo eitthvað sé nefnt. Skýrslur sáttanefndanna - sáttabækurnar - hafa verið rannsakaðar og þær verða opnaðar almenningi við formlega athöfn á Skagaströnd á laugardag. Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur sagði frá sáttanefndunum.
Tónlist:
Radiohead - No Surprises.
Gipsy Kings - Allegria.
Sverrisson, Kári - Lívíð er júst tað, sum tað er.
Gipsy Kings - Camino.
Frumflutt
27. júní 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.