Morgunvaktin

Heimsglugginn, almenningssamgöngur og sveitarfélög á Norðurlandi vestra

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann venju á fimmtudagsmorgni. Norræn málefni voru til umfjöllunar: fundur danska ríkissambandsins og óánægju bæði Grænlendinga og Færeyinga. Danskir menntaskólar hafa sumir bannað nemendum taka glósur á tölvur, og svo var rætt um norsku konungsfjölskylduna, sem er áfram í ýmiss konar vandræðum.

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður á dögunum og lengt í honum. Við spurðum í dag um almenningssamgöngur - hvenær er von til þess breytingar verði gerðar á þeim? Árni Freyr Stefánsson skrifstofustjóri samgöngumála hjá innviðaráðuneytinu ræddi þessi mál.

Ríkisstjórnin hélt sumarfund sinn í Skagafirði í gær. Þá funduðu ráðherrarnir með sveitarstjórnarmönnum innan Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - þar er framkvæmdastjóri Katrín M. Guðjónsdóttir. Katrín ræddi um málefni landshlutans og það sem fram kom á fundinum með stjórnvöldum í gær.

Tónlist:

Washington, Dinah - Blue gardenia.

Washington, Dinah - I wanna be around.

Frumflutt

29. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,