Morgunvaktin

Bandaríkin, Þýskaland og glufur í skattkerfinu

Við höldum áfram velta fyrir okkur hvers vænta af nýjum Bandaríkjaforseta, sem verður settur í embætti eftir tæpa viku. Yfirlýsingar Donalds Trump í alþjóðamálum hafa vakið mikla athygli undanfarið, en við veltum fyrir okkur innanríkismálum með Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi.

Arthur Björgvin Bollason ræddi um þýsk stjórnmál, íslenska ferðaþjónustu í augum Þjóðverja og íslenska listamenn í Þýskalandi.

Ríkisstjórnin ætlar bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Um þetta er fjallað í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Fullyrt er gjarnan háar fjárhæðir liggi í ógreiddum sköttum hér og þar - við reyndum slá á umfangið og átta okkur á brotalömunum - Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri var gestur okkar.

Tónlist:

Arngunnur Árnadóttir og Ben Kim - Björt mey og hrein.

Bugge Wesseltoft og Mari Boine - Eadnán bákti (To woman).

Sigurður Flosason og Cathrine Legardh - Fyr og flamme.

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,