Morgunvaktin

Siglt meðfram Grænlandsströndum, orð ársins og kvikmyndatónlist

Við sigldum með ströndu Grænlands; við stýrið var Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur, vélstjóri og stýrimaður. Hann sagði okkur frá því hvernig er sigla með ferðamenn á þessum slóðum og komast í návígi við stórfenglega náttúru og dýr.

Við fjölluðum líka um hraunkælingu, ekki sem slíka heldur orðið; það er orð ársins hjá Árnastofnun. Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent og Steinþór Steingrímsson rannsóknarlektor hjá stofnuninni komu til okkar.

Magnús Lyngdal kom svo til okkar með nokkrar plötur í skjatta sínum - við lyftum andanum undir lok vinnuvikunnar. Á dagskránni var kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónlist.

Tónlist:

Björgvin Halldórsson - Its beginning to look a lot like Christmas.

Björgvin Halldórsson - Svo koma jólin.

Björgvin Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir - Fyrir jól.

Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius - Freistingar.

Frumflutt

20. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,