Góður svefn er mikilvægur en því miður sefur fólk misvel. Erna Sif Arnardóttir svefnfræðingur spjallaði vítt og breitt um svefn og rannsóknir á svefni og gæðum svefns. Athuganir sýna að margir Íslendingar sofa hvorki nægilega lengi né vel. Erna sagði líka frá verkefni sem snýr að því að venja fólk af svefnlyfjum.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, færði okkur tíðindi úr stjórnmálunum í Evrópu og ræddi líka við Elísabetu Gunnarsdóttur sem á dögunum tók við þjálfun belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta.
85 ár eru í dag síðan Einar Benediktsson, skáld og athafnamaður, var jarðsunginn á Þingvöllum. Hann hvílir í þjóðargrafreitnum sem var hugmynd og hugarfóstur Jónasar frá Hriflu, og það þrátt fyrir að fram hafi komið á sínum tíma að vilji hans stæði til að hvíla við hlið föður síns í Hólavallakirkjugarði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rifjaði þessa sögu upp.
Tónlist:
Andante con moto - Glenn Gould,
Engin önnur en ég er - Ellen Kristjánsdóttir,
Elska þig - Ellen Kristjánsdóttir og Mannakorn,
Esta melodia - Marisa Monte,
Væringjar - Guðmundur Jónsson og Ólafur Vignir Albertsson,
Reykjavík - Ragnhildur Gísladóttir.