Morgunvaktin

Handritin í hús

Í dag verða fyrstu miðaldahandritin flutt úr Árnagarði í Eddu. Það er gert með viðhöfn og viðbúnaði, ítrasta öryggis er gætt og handritin flutt í lögreglufylgd. Á laugardaginn hefst sýning á Eddu á nokkrum handritanna, sumum sem varðveitt eru hér en einnig nokkrum sem fengin eru láni frá Kaupmannahöfn. Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, sagði frá.

Í spjalli um stjórnmál í Evrópu sagði Björn Malmquist meðal annars frá leiðtogafundi Evrópusambandsins í Búdapest í síðustu viku. Þar var helsta mál á dagskrá kjör Trumps í embætti Bandaríkjaforseta og hugsanleg áhrif þess á ESB og aðildarríkin. Björn sagði raunar líka frá dvöl sinni í Bandaríkjunum í kringum kosningarnar. Einnig var farið stuttlega yfir stöðu stjórnmálanna í Þýskalandi og rifjað upp fyrir 35 árum fékk fólk í Austur-Berlín fara til vesturhluta borgarinnar. Í kjölfarið var Berlínarmúrinn rifinn.

Leikinn var sjötti þáttur Sóleyjar Kaldal um þjóðaröryggismál.

Í tímans rás - Villi Valli,

Þegar fuglarnir eru sofnaðir - Villi Valli,

Stóðum tvö í túni - Umbra,

Be my guest - Lennie Niehaus.

Frumflutt

11. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,