Morgunvaktin

Úkraína, Grundarfjörður og bragfræði

Í Heimsglugganum var einkum fjallað um stríðið í Úkraínu. Bogi Ágústsson fékk til sín Val Gunnarsson sagnfræðing sem fylgist grannt með gangi mála.

Það var hvasst í Grundarfirði í morgun en sögn Bjargar Ágústsdóttur bæjarstjóra gleyma Grundfirðinga fljótt illviðrisdögum en muna blíðviðrið. Hún spjallaði líka um Kirkjufellið sem dregur fjölmarga erlenda gesti til Grundarfjarðar eftir ein tiltekin ljósmynd fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum fyrir fáeinum árum. Einnig var rætt um Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem hefur starfað í 20 ár og hefur mikla samfélagslega þýðingu fyrir Snæfellsnes.

Út er komin bókin Söngur ljóðstafanna. Í henni fjallar Ragnar Ingi Aðalsteinsson, skáld og fræðimaður, um bragfræði en hún hefur verið hans helsta áhugamál frá því hann var strákur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal.

Tónlist:

Sónata eftir Brahms - Rudolf Serkin og Adolf Busch.

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,