Stutt saga Havilland bankans í Lúxemborg var rakin í spjalli Þórðar Snæs Júlíussonar um efnahagsmál og viðskipti en bankinn sá var stofnaður á grunni Kaupþings í Lúxemborg. Yfirvöld stöðvuðu starfsemi bankans vegna viðskiptasambands hans við rússneska ólígarka, að því er talið er. Einnig var rætt um hugmyndir tveggja háskólakennara um breytingar á séreignarsparnaðarfyrirkomulaginu og væntanlega stefnu í neytendamálum.
Arthur Björgvin Bollason fjallaði um ódæðið sem unnið var í Solingen á föstudagskvöld. Ólöglegur innflytjandi myrti þrjá og særði fleiri. Hann talaði líka um kosningar í tveimur þýskum fylkjum á sunnudag og markvörðinn Manuel Neuer sem er hættur að leika með landsliðinu.
Hljómsveitin Umbra er á leið í hljómleikaferð til Kína. Sveitin leikur gömul íslensk þjóðlög og hefur farið víða um Evrópu á síðustu misserum. Arngerður María Árnadóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir sögðu frá.