Morgunvaktin

Hitaveitulögn á Reykjanesi, reykingar og nýr forseti Finnlands

Við fjölluðum um veituumálin á Suðurnesjum; um vatn og rafmagn og lagnir. Hver er staðan í byrjun viku eftir tjónið af völdum eldgossins á fimmtudaginn? Og hver eru verkefnin næstu daga og vikur? Páll Erland, forstjóri HS veitna var gestur þáttarins.

Finnar kusu sér nýjan forseta í gær. Alexander Stubb hafði betur gegn Pekka Haavisto - það munaði um fjórum prósentum atkvæða á þeim. Björn Malmquist í Brussel fór yfir úrslitin. Við ræddum einnig um mál forseta Ungverjalands, Katalinu Novak, sem sagði af sér um helgina eftir í ljós kom hún veitti manni sakaruppgjöf sem hlaut dóm fyrir hylma yfir barnaníð.

Reykingar voru til umfjöllunar í þættinum. Mjög hefur dregið úr þeim á undanförnum áratugum. Á dögunum voru liðin 45 ár síðan reyklaus dagur var haldinn hér í fyrsta sinn. Þá reyktu mjög margir en ekki þó jafnmargir og um miðja síðustu öld þegar annar hver Íslendingur reykti. Viðar Jensson njá Landlæknisembættinu fór yfir þróunina.

Leaving on a jet plane - Peter, Paul and Mary;

Ndingodowa - Alan Namoko,

Búðarvísur - Tríó Guðmundar Ingólfssonar,

Svæla svæla reykjarsvæla - Jón Jónsson og Klara Ósk Elíasdóttir.

Frumflutt

12. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,