Morgunvaktin

Stjórnmálin í Frakklandi og Lilja Rafney aftur á þing

Mikil óvissa er í stjórnmálunum í Frakklandi eftir samþykkt vantrauststillögu á ríkisstjórn landsins. Torfi Tulinius, prófessor við HÍ, fór yfir stöðuna. Ekki er heimilt efna til kosninga fyrr en næsta sumar.

Gárungarnir hafa velt upp hvort næsta ríkisstjórn Íslands verði kölluð Valkyrjustjórnin. Þrír kvenskörungar eiga í stjórnarmyndunarviðræðum. Af því tilefni var stiklað á stóru í ríkisstjórnaviðurnefnasögu landsins.

Lilja Rafney Magnúsdóttir var kjörin á þing fyrir Flokk fólksins í kosningunum á laugardag. Hún var lengi þingmaður VG. Rætt var við Lilju um endurkomuna í stjórnmálin og störfin fram undan.

Tónlist:

La chanson de Prévert - Serge Gainsbourg,

Svarthvíta hetjan mín - Dúkkulísur,

Ekkert mál - Grýlurnar,

Heillastjarna - Sigurður Helgi Pálmason.

Frumflutt

5. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,