Morgunvaktin

Landsfundur kvenna 1944, evrópsk stjórnmál og fálkaorðuhafi

Í aðdraganda þjóðhátíðardagsins fjölluðum við svolítið um lýðveldisstofnunina fyrir áttatíu árum. Karlar voru þar í öllum hlutverkum; bara karlar sátu á þingi, aðeins karlar voru í ríkisstjórn og öðrum æðstu embættum og karl var kjörinn fyrsti forseti landsins. Konurnar voru áhorfendur. En þær hugsuðu auðvitað sitt og þegar lýðveldið var tveggja daga gamalt efndu þær til sex daga landsfundar kvenna um jafnréttismál. Um þann fund og jafnréttisbaráttuna við lýðveldisstofnun fjölluðum við í dag. Til okkar kom Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur sem þekkir þessa sögu vel.

Skátahreyfingin á Íslandi hafði starfað í tæp áttatíu ár þegar kona varð fyrst skátahöfðingi. Það var Margrét Tómasdóttir. Á þjóðhátíðardaginn var hún sæmd riddarakrossi fyrir störf sín í hreyfingunni. Margrét kom til okkar.

Og svo var það pólitíkin í Evrópu. Tæp vika er kosninga í Frakklandi, Ungverjar eru taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins og innan þess er verið skipa í helstu embætti eftir Evrópuþingskosningarnar um daginn. Yfir þetta og fleira fór Björn Malmquist fréttamaður í Brussel með okkur.

Tónlist:

Mannakorn, Ellen Kristjánsdóttir - Eina nótt.

Skátakór Reykjavíkur - Leiktu þitt lag.

Lynyrd Skynyrd - Sweet home Alabama.

Erla Þorsteinsdóttir, Haukur Morthens - Þrek og tár.

Skátakór Reykjavíkur - Bræðralagssöngurinn - Kvöldsöngur kvenskáta.

Skátakór Reykjavíkur - Með sól í hjarta.

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,