Í tilefni af forsetakosningum á Íslandi 1. júní var endurleikið viðtal við Svan Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, frá sumri 2020 þegar síðast voru forsetakosningar. Hann rifjaði upp tilurð forsetaembættisins og kosningabaráttuna 1952 og fjallaði um embættið.
Forsetakosningar verða í Finnlandi 28. janúar. Baráttan stendur milli tveggja fyrrverandi ráðherra Aleksander Stubb og Pekka Haavisto. Helga Hilmisdóttir málvísindamaður sem bjó lengi í Finnlandi spjallaði um kosningabaráttuna sem þykir heldur daufleg.
140 ár eru í dag síðan fyrsta íslenska góðtemplarastúkan var stofnuð. Af því tilefni kom Björn Sævar Einarsson, formaður Bindindishreyfingarinnar IOGT á Íslandi, í þáttinn og sagði frá starfinu í dag og skaðsemi áfengis.
Tónlist:
Johnny one time - Brenda Lee,
Turn! Turn! Turn! - The Byrds,
Can´t hide love - M_unit,
Sinulle, Sofia - J. Karjalainen,
Sir Duke - Stevie Wonder.