Kosningar í Bretlandi, Berlínarspjall og sameining Skagabyggðar og Húnabyggðar
Kosið verður til breska þingsins í næstu viku. Enn eru niðurstöður kanna Sunak forsætisráðherra í óvil og fari sem horfir er ekki nóg með að ósigur Íhaldsflokksins verði sögulegur heldur missir forsætisráðherrann þingsætið sitt. Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðingur spáði í spilin með okkur.
Frá Bretlandi fórum við til Þýskalands. Arthur Björgvin Bollason spjallaði við okkur frá höfuðborginni Berlín. Hann sagði frá félagsskap eða stofnun sem stofnað var til fyrir hundrað árum til mann- og samfélagsrannsókna. EM í fótbolta kom líka við sögu og þá ekki síst efnahagsleg áhrif keppnishaldsins - óheyrilegur fjöldi evra rennur úr einu vasa í annan í tengslum við svona mót.
Undir lok þáttar fjölluðum við svo um nýja sameinaða sveitarfélagið við austanverðan Húnaflóa. Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar var samþykkt í atkvæðagreiðslu á laugardag. Við ræddum við Erlu Jónsdóttur oddvita Skagabyggðar um sameininguna og lífið og tilveruna á Skaga.
Tónlist:
Hollies, The - He ain't heavy, he's my brother.
Denny, Sandy - Who knows where the time goes.
Slagarasveitin - Þannig kviknar ástin.
Slagarasveitin - Það ert þú.
Frumflutt
25. júní 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.