ok

Morgunvaktin

Framtíð læknisþjónustu, laxveiði og hagvöxtur í heiminum

Framtíð læknisþjónustu á Íslandi var til umræðu í þætti dagsins. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, situr í nýjum starfshópi um málið og ræddi við okkur um áskoranir og líka tækifæri í heilbrigðisþjónustunni.

Laxveiðin í sumar var tregari en veiðimenn óskuðu. Árnar voru margar hverjar vatnslitlar og laxinn almennt lítið spenntur fyrir að taka. Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknastofnun ræddi um ástand og horfur í laxveiðinni - og þar er ýmislegt fleira undir en vatnsmagn í ám. Hann ræddi líka um laxeldi, lús og hnúðlaxa.

Dregið hefur úr hagvexti í heiminum og útlit fyrir að enn dragi úr. Við fórum yfir þetta og ýmislegt fleira með Ásgeiri Brynjari Torfasyni, ritstjóra Vísbendingar.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Krauss, Alison, Plant, Robert - Your long journey.

Batilangandi, Biolo, Kolosoy, Wendo - Yebisa Banganga.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,