Morgunvaktin

Framtíð læknisþjónustu, laxveiði og hagvöxtur í heiminum

Framtíð læknisþjónustu á Íslandi var til umræðu í þætti dagsins. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, situr í nýjum starfshópi um málið og ræddi við okkur um áskoranir og líka tækifæri í heilbrigðisþjónustunni.

Laxveiðin í sumar var tregari en veiðimenn óskuðu. Árnar voru margar hverjar vatnslitlar og laxinn almennt lítið spenntur fyrir taka. Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknastofnun ræddi um ástand og horfur í laxveiðinni - og þar er ýmislegt fleira undir en vatnsmagn í ám. Hann ræddi líka um laxeldi, lús og hnúðlaxa.

Dregið hefur úr hagvexti í heiminum og útlit fyrir enn dragi úr. Við fórum yfir þetta og ýmislegt fleira með Ásgeiri Brynjari Torfasyni, ritstjóra Vísbendingar.

Umsjón höfðu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Krauss, Alison, Plant, Robert - Your long journey.

Batilangandi, Biolo, Kolosoy, Wendo - Yebisa Banganga.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,