Morgunvaktin

Ferðamenn á heilbrigðisstofnunum, Georgía og nýtt sveitarfélag

Til Íslands koma um 2,3 milljónir manna sem ferðamenn á hverju ári. Óhjákvæmilega þurfa einhverjir þessara ferðamanna leita til heilbrigðisstofnana hér á landi, hvort sem þeir veikjast eða slasast. Þetta eykur álag á heilbrigðiskerfið, en það hefur lítið verið kannað hvaða áhrif þetta hefur heilt yfir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, rannsakar þarfir erlendra ferðamanna og heilbrigðisstarfsmanna líka, í doktorsnámi sínu við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og hún sagði frá rannsóknum sínum.

Síðustu daga hefur kastljós fjölmiðla beinst Georgíu þar sem fjölmenni hefur mótmælt aðgerðum stjórnvalda sem sagðar eru miða því styrkja tengslin við Rússland og draga úr samskiptum við vesturlönd. Við ræddum um ástandið í stjórnmálunum við Hrannar Björn Arnarsson ræðismann Georgíu á Íslandi, og líka um mannlíf, menningu og náttúrufegurð í kákasusríkinu.

Kosið var á dögunum til sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum. Sjálfsagt er ýmsu hyggja þegar tveimur sveitarfélögum er rennt saman í eitt. Við slógum á þráðinn til Páls Vilhjálmssonar hafnarvarðar sem fór fyrir lista Nýrrar sýnar sem fékk meirihluta í kosningunum.

Tónlist:

Beyoncé, Post Malone - Levii's Jeans (Explicit).

Cohen, Leonard - Hey that's no way to say goodbye.

Cohen, Leonard - So long Marianne.

Frumflutt

15. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,