Morgunvaktin

Metafkoma Landsvirkjunar, kjarasamningar, árás á Teslu-verksmiðju í Þýskalandi og myndvinnsla Katrínar prinsessu

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór ítarlega yfir kjarasamningsmál á Morgunvaktinni í dag. Búið er semja fyrir hönd tugþúsunda, aðrir eru enn eftir, en ríkið hefur sýnt á sín spil. Hið opinbera leggur til 80 milljarða króna pakka, sem þó hefur ekki verið sagt hvernig nákvæmlega verður fjármagnaður. Ræddum einnig um Landsvirkjun og metafkomu fyrirtækisins.

Árás var gerð á verksmiðju Tesla bílaframleiðandans fyrir utan Berlín í síðustu viku. Kveikt var í, og bæði verksmiðjan og stór hluti Brandenburgar-fylkis urðu rafmagnslaus með miklum afleiðingum. Arthur Björgvin Bollason sagði okkur frá málinu í Berlínarspjalli eftir morgunfréttirnar klukkan átta. Hann sagði okkur líka frá skólamálum og kröfugöngu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Katrín prinsessa af Wales kom sér í klandur um helgina þegar hún birti það sem virtist vera sakleysisleg mynd af henni og börnum sínum þremur. Myndin var þó fljótlega tekin úr umferð af helstu fréttaveitum enda talið átt hefði verið við hana með myndvinnsluforriti og Katrín þurfti síðan biðjast afsökunar á birtingunni. Við ræddum myndbirtingar og hverju er hægt treysta við þau Kjartan Þorbjörnsson, Golla, fréttaljósmyndara og Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur ráðgjafa og ljósmyndara.

Cilla Black - Anyone Who Had a Heart.

When sunny gets blue - Kristjana Stefánsdóttir.

Ich hab die Schnauze voll von rosa - Suli Puschban

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,