Morgunvaktin

Stjórnvöld geta haft mikið að segja um líðan og velferð

Tólf dagar eru til þingkosninga og við höldum áfram velta fyrir okkur ýmsum málum sem varða samfélagið okkar og því hvort og hvernig flokkarnir hyggjast taka á þeim. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ræddi um líðan og velferð og það hvað stjórnmálaflokkarnir segjast ætla gera, og hvað þeir geta gert.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var líka með okkur. Evrópuþingið ræðir þessa dagana um og við það fólk sem á gegna æðstu embættunum innan Evrópusambandsins næstu árin, og það er ekki einfalt mál eins og hann fór yfir með okkur. Við ræddum líka um spænsk og þýsk stjórnmál.

Og í síðasta hluta þáttarins heyrðum við sjöunda pistil áhættustýringar- og öryggisverkfræðinsins Sóleyjar Kaldal um Öryggi þjóðar. Í dag fjallaði hún um það hvernig alþjóðasamfélagið hefur reynt koma böndum á óæskilega framgöngu fullvalda ríkja.

Tónlist:

Kvartett Reynis Sigurðssonar - Fyrir austan mána.

Holiday, Billie - Good morning heartache.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,