ok

Morgunvaktin

Virðismat starfa, Berlínarspjall og Elkem á Grundartanga

Ríkisstjórnin stendur einhuga að því að flýta virðismatsvegferð, sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, um stöðu kjarasamningsgerðar við kennara. En hver er virðismatsvegferðin, hvað er virðismat starfa? Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu, skýrði það út fyrir okkur.

Arthur Björgvin Bollason sagði okkur tíðindi úr þýskum stjórnmálum og menningu.

Elkem, sem lengi var kallað járnblendið á Grundartanga, var til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri kom til okkar og sagði okkur meðal annars hvað þau eru með í ofnunum þarna við Hvalfjörðinn.

Tónlist:

Alicia Svigals - Dem trisker tebns khosid.

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir - An den Mond.

Hildegard Knef - Für mich soll´s rote Rosen regnen.

Stína Ágústsdóttir - Svífur á mig.

Frumflutt

11. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,