Morgunvaktin

Bandarísk stjórnmál, Woodstock og framúrskarandi þjálfarar

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann fór í fyrstu yfir eitt og annað úr fréttum síðustu daga og vikna, og svo bættist Jón Óskar Sólnes við hópinn og fjallað var um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum.

55 ár eru í dag síðan Woodstock-hátíðin var haldin; þessi goðsagnakennda hátíð tónlistar og friðar. Við fórum í mussurnar og settum blóm í hárið og lékum lög eða brot úr lögum sem flutt voru á hátíðinni 1969.

Íslenskir handboltaþjálfarar voru í eldlínunni á Ólympíuleikunum í París. Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs í kvennaboltanum (enn einu sinni) og karla megin hlaut Þýskaland, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, silfur. Eftir því er auðvitað tekið fámenna Ísland leggi alþjóðahandboltanum til svo hæfa þjálfara. Þeir eru nefnilega fleiri, talsvert fleiri, íslensku þjálfararnir sem náð hafa framúrskarandi árangri. En hvað þarf til? Hvað einkennir góðan þjálfara? Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur svaraði því.

Tónlist:

Matveinen, Liisa, Majamäki, Samuli, Turkka, Tellu, Vaura, Nora, Airas, Karariina - Kotihin.

Richie Havens - From the prison.

The Band - The weight.

Melanie - Beautiful people.

Jimi Hendrix experience - Hey Joe.

Trúbrot - Breyttu bara sjálfum þér.

Frumflutt

15. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,