Morgunvaktin

Ísland um 1700, konur og kirkjan og Arvo Pärt

Út er komið viðamikið rit um lífshætti og lífskjör Íslendinga fyrir rúmum 300 árum. Ástand Íslands um 1700 nefnist það og hefur geyma yfirlit og greinar um íslenskt samfélag á því ári og árunum í kring. Þetta var hnignunarskeið, samkvæmt samtímalýsingum. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, ritstýrði verkinu sem sjö sagnfræðingar og landfræðingar unnu að.

Hálf öld er síðan kona varð fyrst prestur á Íslandi. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð prestur á Suðureyri í september 1974. Við rifjuðum þetta upp og ræddum um konur og kirkjuna við biskup Íslands, Guðrúnu Karls Helgudóttur.

Magnús Lyngdal kynnti okkur fyrir tónskáldinu Arvo Pärt frá Eistlandi sem varð 89 ára fyrr í þessum mánuði.

Tónlist:

Björk Guðmundsdóttir, Tríó Guðmundar Ingólfssonar - Lukta-Gvendur.

Arvo Pärt: Spiegel im Spiegel

Arvo Pärt: Für Alina

Arvo Pärt: Pari Intervallo

Arvo Pärt: O Adonai úr Sieben Magnificat-Antiphonen.

Arvo Pärt: Most Holy Mother of God.

Frumflutt

27. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,