Nokkuð var rætt um gildi í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 1. júní. Haraldur Hreinsson, trúarbragðasagnfræðingur og lektor við guðfræði- og trúarbragðadeild HÍ, skrifaði grein um efnið í Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna. Hann kom á Morgunvaktina og spjallaði vítt og breitt um gildi.
Nýleg úttekt á ástandi stúkunnar við Laugardalslaug leiddi í ljós að hún er mjög illa farin. Þetta tignarlega mannvirki var reist fyrir áhorfendur á sundmótum en hefur þann helsta tilgang í dag að veita skjól fyrir norðanáttinni. Pétur H. Ármannsson arkitekt spjallaði um stúkuna og fleira tengt.
Mikið stendur til á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, í tengslum við 80 ára lýðveldisafmælið 17. júní. Ingi Björn Guðnason staðarhaldari sagði frá.
Tónlist:
Wake me shake me - Joe May,
Oh happy day - Edwin Hawkins Singers,
Soon - Útlendingahersveitin,
1. Op.19 no.1 in E major : Andante con moto - Glenn Gould,
My old Man - Gunnar Andreas Berg,
This here - Cannonball Adderley.