ok

Morgunvaktin

Heimsglugginn, jöfnun kjara og linsur, baunir og ertur

Bogi Ágústsson fjallaði um Grænland, þar standa nú stjórnarmyndunarviðræður. Hann ræddi við Rasmus Bertelsen alþjóðastjórnmálafræðing sem er sérfróður um norðurslóðir og hefur fjallað um þær hér í þættinum. Bogi fór líka yfir nýjustu fréttir frá Tyrklandi þar sem Erdogan forseti herðir tökin, og um hvarf upplýsinga um konur í bandaríska flughernum.

Mikið hefur verið rætt um jöfnun kjara á milli hins opinbera markaðar og almenna markaðarins. Þetta var eitt stóra deilumálið í kennaradeilunni sem var leidd til lykta á dögunum. En er hægt að jafna kjörin alveg, hvernig er það þá og er það æskilegt? Við ræddum við Gylfa Dalmann Aðalsteinsson prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Svo töluðum við um mat. Á dögunum gaf Embætti landlæknis út nýjar, uppfærðar ráðleggingar um mataræði. Þar segir: borðið meiri baunir, ertur og linsur. En hvað er nú það? Og hvernig matreiðum við baunir, ertur og linsur? Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari var hjá okkur.

Tónlist:

Jolli og Kóla - Bíldudals grænar baunir.

Zoot Sims Group - The purple cow.

Chris Potter - Other plans.

Frumflutt

20. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,