ok

Morgunvaktin

Veitumál á Reykjanesi, stjórnmál í Evrópu og Kirkjutröppurnar á Akureyri

Páll Erland, forstjóri HS veitna var fyrsti gestur þáttarins. Ár er liðið síðan heitavatnslögnin úr Svartsengi var hrauni að bráð og heitavatnslaust varð hjá 28 þúsund íbúum á Reykjanesi. Hratt var brugðist við og ný lögn lögð. Ýmislegt hefur verið gert síðan til að styrkja veitukerfið á svæðinu.

Björn Malmquist fréttamaður sagði tíðindi úr stjórnmálum í Evrópu, m.a. úr kosningabaráttunni í Þýskalandi og nýafstöðnum kosningum í Kósóvó. Þá sagði hann frá fundi harðlínu-hægrifólks í Evrópu í Madrid í gær undir yfirskriftinni Gerum Evrópu gildandi á ný, sem hefur skírskotun í slagorð Trumps Bandaríkjaforseta. Áhyggjur af hertum skilyrðum rannsóknasjóða Evrópusambandsins voru líka viðraðar, rætt var við Ágúst Hjört Ingþórsson hjá Rannís.

Kirkjutröppurnar á Akureyri eru líklega þekktustu tröppur í norður Evrópu. Þær voru teknar í gagnið á ný rétt fyrir jól eftir endurnýjun, Akureyringum og gestum til ánægju. Jón Hjaltason sagnfræðingur sagði frá tröppunum sem bæjarbúar hafa alla tíð verið afar stoltir af.

Tónlist:

Syneta - Bubbi Morthens,

Call me Joker - Hildur Guðnadóttir,

Dawn - Arctic Philharmonic,

Raunasaga - Hljómsveit Ingimars Eydal,

Sumar og sól - Hljómsveit Ingimars Eydal,

Ungur ég unni þér - Hljómsveit Ingimarsd Eydal.

Frumflutt

10. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,