Morgunvaktin

Sameiningar háskóla, dönsk málefni og bókmenntir

Viðræður standa um sameiningu Háskólanna á Akureyri og Bifröst. Um ágæti sameiningar, námið á Bifröst og háskólamál almennt ræddum við við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, deildarforseta félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.

Dönsk málefni voru svo á dagskrá. Borgþór Arngrímsson fór yfir það sem er efst á baugi í dönsku þjóðlífi þessa dagana.

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í kvöld við hátíðlega athöfn Bessastöðum. Tilnefndar eru fimmtán bækur í þremur flokkum og glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn verða líka veitt. Þorgeir Tryggvason bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni kom til okkar og spjallaði um bækur og bókmenntir og lestur.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Hollies, The - He ain't heavy he's my brother.

Naissoo, Tõnu Trio, Melvin, Brian, Krokfors, Ulf, Naissoo, Tõnu - Lay lady lay.

Søs Fenger - Vinterdage.

Ljótu hálfvitarnir - Landróver.

Frumflutt

31. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,