Morgunvaktin

Lífeyrismál fyrir Mannréttindadómstól, Trump vill Grænland og Norðurþing

Íslenska eftirlaunakerfið er varðað skerðingaákvæðum; í því er lítið svigrúm fyrir aðrar tekjur þótt lágar séu. Fyrir fáeinum árum var látið reyna á skerðingarnar - eða tilteknar skerðingar - fyrir dómstólum en kærendur fóru bónleiðir til búðar. Á dögunum ákvað Mannréttindadómstóll Evrópu taka málið til efnismeðferðar. Þetta er snúið allt saman en Þorbjörn Guðmundsson, margreyndur úr verkalýðsbaráttu og lífeyrismálum, þekkir málið vel; hann kom til okkar.

Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni. Grænland var efst á blaði í dag en sem kunnugt er ásælist Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, þessa langstærstærstu eyju á jörðinni, og sonur hans gerði þar stuttan stans í gær.

Við ræddum við Katrínu Sigurjónsdóttir, sveitarstjóra Norðurþings, sem horfir nokkuð bjartsýn til ársins framundan. Fjöldi skemmtiferðaskipa hefur þegar boðað komu sína, íbúum hefur fjölgað og framkvæmdir framundan.

Tónlist:

Elvis Presley - Blue moon.

Elvis Presley - Suspicious minds.

Elvis Presley - Always on my mind.

Kim Larsen og Kjukken - Tak for alt i det gamle år.

Elvis Presley - Can't help falling in love.

Frumflutt

8. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,