Morgunvaktin

Háskólamál, ferðaþjónusta og Vetrarhátíð

Við ræddum áfram umfjöllun um fyrirhugaða, eða mögulega, sameiningu Háskólanna á Akureyri og Bifröst. Grétar Þór Eyþórsson, deildarforseti viðskiptadeildar HA var gestur okkar. Efasemda gætir norðanmegin og athugasemdir hafa verið settar fram.

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, var með okkur. Við röbbuðum meðal annars um afkomu Icelandair á síðasta ári; afgangur varð af rekstrinum í fyrsta sinn í langan tíma; og svo heyrðum við af afstöðu Dana til ferðaþjónustu í Danmörku: hvað finnst frændum okkar um erlenda ferðamenn?

Veðrið hefur verið heldur leiðinlegt undanförnu og dagurinn enn þá stuttur. Við slíkar aðstæður er gott létta lundina og lyfta andanum. Líf og fjör er í menningarhúsum höfuðborgarsvæðisins á Vetrarhátíð sem hófst í gær. Auður Halldórsdóttir og Soffía Karlsdóttir menningarstýrur í Mosfellsbæ og Kópavogi bentu okkur á góðar leiðir til rækta sálina.

Tónlist:

Isola, Frank, Jordan, Duke, Raney, Jimmy, Getz, Stan, Crow, Bill - Stars fell on Alabama.

Melander, Stina Britta - Varför skall man tvinga mig att sjunga?

Egill Ólafsson, Hernández, Lizzy - Tu duende.

Hljómar - Er hann birtist.

Fairuz - Kifak Inta

Frumflutt

2. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,