Óvænt tíðindi í breskum og portúgölskum stjórnmálum
Heimsglugginn var á sínum stað. Bogi Ágústsson fjallaði um stjórnmálaástandið í tveimur ríkjum; Bretlandi og Portúgal. RIshi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, gerði í vikunni óvæntar breytingar á ríkisstjórn sinni og í Portúgal sagði Costa forsætisráðherra óvænt af sér á dögunum. Bogi ræddi um portúgölsku stjórnmálin við Einar Loga Vignisson, sem þekkir vel til í Portúgal.
Dagur íslenskrar tungu er í dag og íslenskan var á dagskrá Morgunvaktarinnar. Við forvitnuðumst um nýja orðabók en vinnu við nýja íslenska nútímamálsorðabók er nýlokið. Ritstjórar hennar Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir komu til okkar.
Að auki fjölluðum við svolítið um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og lékum upptökur með ljóðalestri verðlaunahafa úr röðum skálda.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
KK sextettinn, Ragnar Bjarnason - Vor við flóann.
Borgardætur - Niðrí bæ.
Heiða Árnadóttir Söngkona, Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Ein.
Þórarinn Eldjárn, Kristján Eldjárn - Öfugmeginframúrstefna.
Ellen Kristjánsdóttir, Mannakorn - Óralangt í burtu.
Frumflutt
16. nóv. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.