Morgunvaktin

Hætt á þingi, þýsk stjórnmál og nýjar rímur

Í byrjun þáttar var sagt frá stofnun Fríkirkjusöfnuðarins í Reykjavík en í dag eru 125 frá stofnfundinum. Þá var lesið úr grein eftir Sigurð E. Guðmundsson um byggingu Fríkirkjunnar við Tjörnina.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki sátu sinn síðasta þingfund í gær. Þau eru ekki í framboði í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Þau spjölluðu um fyrirkomulag Alþingis og árin baki.

Arthur Björgvin Bollason fór yfir stöðuna í stjórnmálunum í Þýskalandi í Berlínarspjalli dagsins. Enn er óljóst hvort Olaf Scholz kanslari verður leiðtogaefni Jafnaðarmanna í kosningunum í febrúar. Þá sagði hann frá málþingi þýsk-íslenska vinafélagsins í Köln á dögunum og ræddi stuttlega við Sverri Schopka verkfræðing sem hefur borið hitann og þungann af starfsemi félagsins síðustu áratugi.

Í síðasta hluta þáttarins voru kveðnar nýjar rímur. Sigurlín Hermannsdóttir orti rímnabálk um forsetakosningarnar í sumar, hún sagði frá þeim og Bára Grímsdóttir, formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar kvað.

Tónlist

Morgunsálmur - Gunnar Gunnarsson,

Þá lærisveinarnir sáu þar - Gunnar Gunnarsson,

Loreley - Þorsteinn Hannesson,

Þey, þeyr og ró, - Guðmundur Ingólfsson.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,