Við fjölluðum um löggæslu í landinu í þættinum í dag. Of fáir lögregluþjónar eru við störf miðað við fólksfjölda og verkefni, samkvæmt flestum eða öllum hlutaðeigandi. Rætt var um fáliðað lögreglulið á Alþingi í síðustu viku og Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kom til okkar.
Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því sem er efst á baugi í Danmörku.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Gunnar Inga Hrafnsson, formann Litla leikklúbbsins á Ísafirði sem er eitt af mörgum öflugum áhugamannaleikhúsum í landinu. Uppsetning hans á Fiðlaranum á þakinu hefur slegið í gegn.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Wright, Lizz - Seems I'm never tired lovin' you.
Róbert Arnfinnsson - Ef ég væri ríkur.
Mark Knopfler - Going home.
Bent Fabric - Matador.
Bergþór Pálsson - Afadrengur.
Frumflutt
14. feb. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.