Morgunvaktin

Rússland, Úkraínustríðið, NATO og örnefni á Reykjanesi

Undanfarna daga hefur Morgunvaktin fjallað um Rússland og Úkraínu, í tilefni þess á laugardag voru tvö ár liðin frá innrás Rússa í Úkraínu. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, var gestur okkar klukkan hálf átta og við ræddum um stöðuna í Rússlandi - og stöðu Rússlands í alþjóðasamfélaginu.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði okkur tíðindi frá Evrópu loknum fréttum klukkan átta. Við ræddum um stöðuna gagnvart Úkraínu, áhrifin sem innrásin þar hefur haft á varnarmál bæði innan Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins en allt bendir til þess Svíar verði samþykktir inn í bandalagið síðar í dag af ungverska þinginu, sem er það síðasta til samþykkja.

Örnefni á Reykjanesinu eru til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Sesselja G. Guðmundsdóttir hóf skrásetja örnefni í Vatnsleysustrandarhreppi, sem er sveitarfélagið Vogar, fyrir meira en fjórum áratugum en hluti þeirra örnefna sem eru í hennar skráningu þar hafa hlotið landsfrægð eftir jörð tók hristast á Reykjanesi.

Girl - The Beatles.

Monday, Monday - Mamas and Papas.

My girl - Mamas and Papas.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,