• 00:26:33Heimsglugginn - Bogi Ágústson og Pia Hanson
  • 00:51:28Erfðir sköpunargáfu - Margrét Snorradóttir
  • 01:10:3925 ár frá Ágætis byrjun

Morgunvaktin

Friðarráðstefna, erfðir sköpunargáfu og Ágætis byrjun

Átök í heiminum og opinskátt samtal um frið og friðaruppbyggingu er efni friðarráðstefnu Höfða friðarseturs í ár. Hún fer fram í Iðnó í dag. Fjölmargir þekktir fyrirlesarar á sviði friðar og mannréttinda halda erindi. Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Boga Ágústssonar í Heimsglugganum. Bogi sagði einnig frá ganginum í leiðtogavali Íhaldsmanna í Bretlandi.

Margrét Snorradóttir meistaranemi og starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar sagði okkur frá nýrri rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar á erfðaþáttum sköpunargáfu. Þau hjá Íslenskri erfðagreiningu vilja vita hvort sköpunargáfa hugsanlega tengd ofureinbeitingu og taugaþroskaröskunum á borð við ADHD.

Og svo var það Ágætis byrjun plata Sigur Rósar. Í ár eru 25 ár frá því hún kom út. Viðtökurnar voru einstaklega góðar á sínum tíma og platan rataði í efsta sæti á tveimur listum yfir bestu plötur íslenskrar tónlistarsögu. Við fjölluðum stuttlega um Ágætis byrjun og lékum nokkur lög.

Tónlist:

Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Hvert er farið blómið blátt?.

Simon, Paul, Garfunkel, Art - The sound of silence.

Sigur Rós - Svefn - G - Englar.

Sigur Rós - Ágætis byrjun.

Sigur Rós og Álafosskórinn - Olsen Olsen.

Sigur Rós - Starálfur.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,