Fyrri helmingur Morgunvaktarinnar var helgaður kosningunum í Bandaríkjunum. Hafsteinn Birgir Einarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, var með okkur og brást við niðurstöðunum. Við heyrðum í Jóni Björgvinssyni fréttaritara sem var staddur í ráðstefnuhöllinni í Palm Springs í Flórída, þar sem Donald Trump steig á svið og lýsti yfir sigri sínum í kosningunum. Og við ræddum við Indriða Indriðason, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla, um stöðuna í Bandaríkjunum.
Þórhildur Ólafsdóttir var með okkur frá Úganda. Þar er regntímabilið í hámarki. Á dögunum létust m.a. 13 börn þegar þau urðu fyrir eldingum. Hún sagði okkur líka frá útbreiðslu Mpox, eða apabólu, í Úganda og nágrannaríkjum.
Í síðasta hluta þáttarins sagði Vera Illugadóttir ýmsar sögur af kosningasvindli og vafasömu athæfi í kosningum í Bandaríkjunum fyrr á öldum.
Tónlist:
GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson - Rósin.
Fleetwood Mac - Rhiannon.
Frumflutt
6. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.