Morgunvaktin

Óvinsælir stjórnmálamenn, dönskukennsla og klassísk tónlist

Við fjölluðum um stöðuna í stjórnmálunum í þættinum í dag. Ríkisstjórnin er einstaklega óvinsæl og fylgi stjórnarflokkanna sjaldan eða aldrei verið minna. Á sama tíma er engin sérstök ánægja með stjórnarandstöðuna í heild þó einstakir flokkar mælist vel. Magnús Skjöld og Hjörtur J. Guðmundsson fóru yfir stjórnmálin.

Dönskukunnátta forseta Íslands hefur verið rædd í vikunni. Við forvitnuðumst um dönskukunnáttu landans almennt í samtali við Heimi Eyvindarson dönskukennara og skólastjórnanda.

Í lok þáttar lyftum við svo andanum með Magnúsi Lyngdal Magnússyni. Hann sagði okkur hvernig hann leiddist út í það hlusta á sígilda tónlist.

Tónlist:

Tina Dickow - Hjertestorm.

Rasmus Seebach - Under stjernerne himlen.

Kim Larsen - Papirsklip.

Frumflutt

11. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,