Friður, aðgengi að sálfræðiþjónustu, dönsk mál og stýrivaxtalækkun
Alþjóðlegur dagur gegn ofbeldi er í dag. Íslenskir friðarsinnar koma saman á Klambratúni í kvöld af því tilefni og mynda saman mannlegt friðarmerki. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, verður fundarstjóri og hún sagði okkur frá í upphafi þáttar.
Sálfræðingar eru mikilvæg starfsstétt í nútímasamfélagi. Fjögur ár eru síðan niðurgreiðslur Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu voru settar í lög en enn vantar ýmislegt upp á að það geti nýst almennilega. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, kom til okkar og ræddi um störf og stöðu sálfræðinga.
Borgþór Arngrímsson sagði okkur tíðindi frá Danmörku. Til umræðu voru stjórnmál, dómsmál og málefni dýra, meðal annars.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti í morgun. Róbert Farestveit, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, brást við tíðindunum og ræddi um stöðu efnahagsmála.
Tónlist:
Halla Margrét Árnadóttir - Hægt og hljótt.
Young, Neil - Heart of gold.
Chiffons, The - One fine day.
Frumflutt
2. okt. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.