Jafnréttismál voru til umfjöllunar í kjölfar kvennaverkfallsins á þriðjudaginn. Gestir voru Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Í ferðaspjalli fjallaði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, m.a. um afkomu Play á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tveggja ára sögu félagsins sem hagnaður er af rekstrinum.
Á morgun, 28. október, eru hundrað ár frá fæðingu Margrétar Indriðadóttur. Margrét hóf störf á fréttastofu Útvarps 1949 og varð fréttastjóri 1968. Hún var fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna starfi fréttastjóra á ríkisfjölmiðli. Leiknir voru hlutar úr viðtali sem Eva María Jónsdóttir átti við Margréti í sjónvarpsþætti 1999 og brot úr erindi sem Margrét flutti á málþingi henni til heiðurs 2014.
Kristjana Arngrímsdóttir - Útþrá.
Karlakórinn Heimir - Logn og blíða.
Elín Eyþórsdóttir Söebech - Why won't you love me.
Tom Waits - Rosie.
Concha Buika - Las simples cosas.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson & Eyrún Magnúsdóttir.
Frumflutt
27. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.