Hörmungar fyrir botni Miðjarðarhafs, kvennafæði og friðlýsingar
Við fórum út í heim með Boga Ágústssyni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs var til umfjöllunar - skelfingarnar þar - og við minntumst líka Martti Attisari sem lést á mánudaginn. Hann var forseti Finnlands í sex ár en er ekki síst minnst fyrir framlag sitt til friðar í heiminum.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, var líka með okkur. Konur og matur voru efst á matseðlinum hjá okkur í dag - tilefnið er kvennafríið eða kvennaverkfallið á þriðjudaginn. Mataræði og matarvenjur, og ekki síst þörf fyrir tiltekin næringarefni er ekki eins hjá kynjunum.
Undir lok þáttar fórum við í söguna; við forvitnuðumst um Skrúð við Núp í Dýrafirði og elstu byggðina á Ísafirði, í Neðstakaupstað, - tilefnið er nýleg friðlýsing Skrúðs og sérstök vernd Neðstakaupstaðar. Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða sagði okkur frá þessum perlum tveim.
Tónlist:
Skúli Sverrisson - Without memory.
Miller, Glenn and his Orchestra, Nelson, Skip, Modernaires, The - That old black magic.
Ingibjörg Elsa Turchi - Epta.
Frumflutt
19. okt. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.