Morgunvaktin

Mörg tækifæri í því að bæta heilbrigðisþjónustuna

Claudia Goldin hagfræðingur hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár. Hún er aðeins þriðja konan sem hlýtur þessi verðlaun, sem eru veitt í minningu Alfreds Nobels en eru í raun hagfræðiverðlaun seðlabanka Svíþjóðar. Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, sagði frá Goldin og rannsóknum hennar.

Bogi Ágústsson ræddi við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, í Heimsglugganum. Staða heimsmálanna og bók Hilmars voru til umfjöllunar.

Ráðlagður dagskammtur var á dagskránni, Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, talaði um orkudrykki og glúten í dag.

Davíð O. Arnar, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, sér ýmis tækifæri í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hann ræddi við okkur um betra skipulag í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu, notkun erfðaupplýsinga og um það sem honum þykir hafa verið vanmetið meðal heilbrigðisstarfsmanna - hlutverk almennrar heilsueflingar.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Oh lady be good! - Benny Goodman

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,