Þetta helst

Syrgjandi foreldrar Sigurðar Kristófers

Á undanförnum dögum hafa björgunarsveitir staðið fyrir fjáröflun með sölu á Neyðarkallinum. Salan í ár vakti sérstaklega mikla athygli og seldist kalllinn upp víðast hvar um landið. Neyðarkallinn í ár er nefninlega tileinkaður Sigurði Kristófer McQuillan Óskarssyni. Hann lést aðeins 36 ára gamall í slysi við björgunaræfingar í Tungufljóti í fyrra.

Sigurður var vinamargur og kröftugur björgunarsveitarmaður sem var formaður í björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ.

Í þessum þætti ætlum við ræða við fólkið sem fylgdi Sigurði í gegnum lífið og elskaði hann meira en allt. Foreldrar hans, þau Karin Agnes McQuillan og Óskar Ágúst Sigurðsson, bjóða okkur til sín á æskuheimili Sigurðar í Árbænum. Þar hittum við líka nána frænku hans, hana Auði Lorenzo.

Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,