Þetta helst

Hatursorðræða og laga- og réttarkerfið

Eins og ófá dæmi hafa sýnt undanförnu er hatursorðræða og -tjáning útbreitt samfélagsmein. Meinsemd sem virðist heldur færast í aukana. Í síðustu viku könnuðum við orsakir hatursorðræðu - báðum Eyrúnu Eyþórsdóttur, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og doktor í mannfræði, varpa ljósi á hvers vegna fólk viðhefur hatursfull ummæli.

Í dag ætlum við beina sjónum okkar öðrum þætti vandamálsins: Þeim samfélagslegu úrræðum sem hægt er grípa til þegar hatursfull ummæli eða tjáning hefur verið viðhöfð. Hvaða lagalegu úrræði standa til boða, hversu langt - eða skammt - þau duga - og hvort gera þurfi úrbætur og þá hvaða. Viðmælandi okkar í dag er Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Þetta helst er fréttaskýringaþáttur þar sem fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.

Frumflutt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,