Samþjöppun kvóta og fyrirtækja hjá útgerðarmönnum: Guðbjörg í Eyjum
Tvær fyrirtækjablokkir á Íslandi sem eru byggðar á rekstri tveggja stórútgerða eru eigendur tveggja stærstu majonesfyrirtækja landsins. Þetta eru Gunnars Majones og Vogabær, sem bæði framleiðir E. Finnsson-sósurnar og Vogaídýfurnar. Útgerðirnar eru FISK Seafood, sem Kaupfélag Skagfirðinga á, og Ísfélag Vestmannaeyja, sem Guðbjörg Matthíasdóttir hefur átt í gegnum tíðina.
Þessi staða er birtingarmynd þeirrar þróunar að nokkrar stórar fyrirtækjasamstæður sem byggja á fjármunum stórútgerða eru orðin umsvifamikil á öðrum sviðum atvinnulífsins. Samhliða þessu hefur átt sér stað samþjöppun í eignarhaldi á kvóta hjá fimm stærstu útgerðum landsins.
Hvað segir þessi staða um umsvif íslenskra útgerðarfélaga og eigenda þeirra í íslensku viðskiptalífi?
Í þessum þætti er fjallað um viðskiptaveldi Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og rætt við Gunnar Pál Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Frumflutt
16. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.