Þetta helst

Ráðgátan um rússneskumælandi svikahrapp

Þegar lögregla var kölluð heimili í Reykjavík í fyrra vor, vegna gruns um heimilisofbeldi, komst hún óvænt á spor svikahrapps sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi.

Svindl hans virðist teygja anga sína um heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins og langt út fyrir landsteinana. Svindlið hleypur á i tugum milljóna króna, það hefur kostað geðlækni læknisleyfið og útheimt óheyrilega rannsóknarvinnu. Í þessum þætti fáum við heyra af því hvernig ára löng svikamylla hefur raknað upp. Þóra Tómasdóttir ræðir við Frey Gígja Gunnarsson fréttamann á RÚV, Ásmund Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu og þær Sigrúnu Árnadóttur og Falasteen Abu Libdeh hjá Félagsbústöðum.

Frumflutt

7. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,