Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga tvíeyki hafi svo sannarlega unnið fyrir þeim gífurlega árangri sem þær geta státað af í dag. Þó að saga systranna sé á mjög margan hátt sameiginleg og samtvinnuð, verður Serena stjarna Þetta helst í dag.
Serena Williams er ekki bara ein besta tenniskona heims, heldur hefur hún frá unga aldri verið ötul baráttukona fyrir réttindum kvenna og réttindum svartra. Þá hefur hún líka talað fyrir jákvæðri líkamsímynd og hvatt ungar stúlkur og konur til að láta drauma sína rætast. Serena hefur unnið 23 risamót og alls 73 einstaklingstitla - og nú ætlar hún að leggja spaðann á hilluna, eftir næsta US Open sem er í lok þessa mánaðar. Þegar hún var spurð af hverju hún væri að hætta sagði hún að það væri ljós við enda ganganna og það ljós sé frelsið. Þetta helst leit yfir feril þessara stórmerku, rétt rúmlega fertugu baráttukonu.
Frumflutt
11. ágúst 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.