Hún heitir hinum ýmsu nöfnum: Salsola tragus, þornurt, rússneskur kaktus, rússaþistill, vindnorn. Flest þekkjum við hana þó líklega á sínu enska formlega heiti, Tumbleweed. Veltigresi kannski. Þessi yfir meðallagi harðgera jurt er nú orðin svo ágeng í Bandaríkjunum að það er búið að lýsa yfir faraldri vindnorna í nokkrum ríkjum. Þær rúllast upp í hóla allt að þriggja metra háa, stífla vatnskerfi, slíta raflagnir og fylla húsgarða. Sunna Valgerðardóttir fer í þætti dagsins yfir sögu þessarar merkilegu plöntu, sem hefur oftast, en ekki alltaf, verið fólki til ama, nema þegar hún leikur reglulega aukahlutverk í kvikmyndum. Þornurtin er einfaldlega skilgreind sem plága.
Frumflutt
19. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.