Forysta Samfylkingarinnar var algjörlega endurnýjuð á landsfundi um síðustu helgi. Ný formaður, Kristrún Mjöll Frostadóttir, er tekinn við stjórnartaumunum. Flokkurinn heitir núna Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands og merki flokksins er ekki lengur rauða kúlan, heldur alþjóðlega jafnaðarmannamerkið rauða rósin. Nýrrar forystu bíður ærið verkefni. Nú er staðan sú að helmingur sex sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar hefur á einhverjum tímapunkti verið formaður flokksins. Fyrir ekkert svo mörgum árum átti Samfylkingin tuttugu þingsæti. Tæpan þriðjung á þingi. Í Þetta helst í dag er skoðuð saga þessa merkilega jafnaðarmannaflokks sem var stofnaður sem breiðfylking - mótvægi við íhaldið, en tapaði svo eyrum kjósenda.
Frumflutt
3. nóv. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.