Þetta helst

Aldrei fleiri dauðsföll vegna of stórra lyfjaskammta

Þetta helst fjallar í dag um banvænar afleiðingar ofskömmtunar lyfja, löglegra og ólöglegra. 31. ágúst er viðeigandi, alþjóðlegi ofskömmtunardagurinn, International Overdose Awareness Day á ensku. Dagurinn er haldinn með það markmiði binda enda á dauðsföll vegna ofskömmtunar. 46 lyfjatengd andlát voru skráð hjá embætti Landlæknis í fyrra, allt árið 2021. Þau hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt áður óbirtum niðurstöðum Landlæknisembættisins. Næstflest andlát vegna lyfjaeitrana voru árið 2018, en þau voru þá 39. Af þeim sem létust í fyrra vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðar, helst oxycontin, spila stóran þátt í þessum eitrunum. Þetta helst skoðar sögu lyfjatengdra andláta á Íslandi, banvæna ópíóíða og lítur sömuleiðis aðeins vestur um haf.

Frumflutt

31. ágúst 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þetta helst

Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Þættir

,