Einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, Ramzan Kadyrov. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur hann verið með herskáustu mönnum og hann hvatti meðal annars til þess á dögunum að Rússar beiti kjarnavopnum í stríðinu. Þá tilkynnti hann nýverið að hann ætli að senda syni sína á vígvöllinn, en þeir eru allir á táningsaldri. Kadyrov tók við forsetaembættinu af föður sínum, sem barðist fyrst gegn Rússum í sjálfstæðisstríði Téténa og Rússa en snérist svo á sveif með Moskvu. Kadyrov yngri er litríkur leiðtogi, virkur á samfélagsmiðlum og lætur gjarnan sjá sig með erlendum stórstjörnum þó umdeildur sé, en staða mannréttindamála í Téténíu þykir afar slæm. Þetta helst fjallar um Ramzan Kadyrov.
Frumflutt
6. okt. 2022
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Þetta helst
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.